Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar
SVH er félag með langa hefð, en félagið var stofnað í kringum veiði í Hlíðarvatni í desember árið 1951. Fljótlega hófst einnig fiskirækt i Kleifarvatni og seinna sömuleiðis í Djúpavatni.
Innan félagsins eru tæplega þrjúhundruð og fimmtíu virkir félagar og heldur félagið uppi öflugu vetrarstarfi einu sinni í viku frá janúarbyrjun og fram í lok apríl. Á þessu tímabili stendur félagið fyrir kastnámskeiðum og hnýtingarnámskeiðum í samvinnu við Námsflokka Hafnarfjarðar og Kastklúbb Reykjavíkur.
Opið hús er á hverju fimmtudagskvöldi og einu sinni til tvisvar í mánuði koma gestir meðfyrirlestur og fræðslu um veiðitengd málefni. Þess á milli hittast félagar til að spjalla yfir kaffibolla og hnýta flugur saman. Allir eru velkomnir á opin hús. Þá hefur félagið haldið úti unglingastarfi fyrir börn og unglingar á aldrinum 11 – 16 ára í nokkur ár, krakkarnir koma 8 – 10 skipti saman, læra hnúta, hnýta flugur, horfa á veiðivídeo og fara yfir búnaðinn og enda svo í veiðiferð þar sem gist er eina nótt. Þetta starf er ókeypis fyrir krakkana.
Annars leggur félagið áherslu á að bjóða félagsmönnum fjölskylduvæn veiðisvæði á hagstæðu verði, og hvetur veiðimenn til að ganga vel um veiðisvæði og bera virðingu fyrir bráðinni.