Veiðisvæðin okkar
Hlíðarvatn í Selvogi
Silungsveiði
Hlíðarvatn er rúmlega 3,3 km² stöðuvatn í Selvogi vestanverðum í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 m., afrennsli þess er Vogsós.
Allmikið er af fiski í vatninu og meðalþyngd fer vaxandi, langmest er það bleikja, bæði sjóalin og vatnableikja og á hverju sumri veiðast nokkrar 5 – 7 punda bleikjur.
Djúpavatn
Silungsveiði
Vatnið er afar vinsælt hjá fjölskyldufólki, umhverfið er mjög barnvænt og einungis selt einum aðila í senn og því hægt að hafa vatnið og veiðihúsið út af fyrir sig. Vegalengdin frá Hafnarfirði er um 25 km, ekið í átt að Krýsuvík og til hægri á móts við malarnámurnar í Vatnsskarði.
Kleifarvatn
Silungsveiði
Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, þannig að veiði er tíðum ágæt.