top of page

Viðburðir

Aðalfundur SVH

lau., 11. feb.

|

Hafnarfjörður

Venjuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar að honum loknum. Hvetjum ykkur til að mæta og sérlega nýja félagsmenn að koma og kynna sér félagið sitt.

Tími og staðsetning

11. feb. 2023, 13:00

Hafnarfjörður, Flatahraun 29, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Um viðburðinn

Aðalfundur SVH verður haldinn 11. febrúar að Flatahrauni 29, sjá nánar dagskrá og tillögu að lagabreytingum

Aðalfundur SVH verður haldinn 11. febrúar í húsakynnum félagsins að Flatahrauni 29.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Kaffiveitingar að loknum fundi.

Lagabreytingar er lagðar verða fyrir á aðalfundi SVH í febrúar 2023.

Breytingar í breiðuletri og undirstrikaðar.

5. gr. Árgjald og inntökugjald.

1.             Árgjald félagsmanna skal ákveðið á aðalfundi. Gjalddagi þess er 15. janúar.

2.             Auk árgjalds greiðir hver nýr félagsmaður inntökugjald, sem er forsenda aðildar. Upphæð þess er ákveðin á aðalfundi.

3.             Nýir félagsmenn skulu greiða árgjald á því ári er þeir ganga í félagið, ef úthlutun veiðileyfa hefur ekki farið fram, ella greiði þeir ekki árgjald það ár.

4.             Inntöku- og árgjald þeirra félagsmanna sem eru  67 ára á starfsárinu, öryrkja og þeirra sem eru yngri en 20 ára skal að hámarki vera 50% af fullum gjöldum.

5.             Skuldi félagsmaður árgjöld fyrir 2 ár eða meira má stjórnin tilkynna honum að hann verði felldur af félagaskrá ef hann stendur ekki skil á gjöldum sínum innan eins mánaðar.

6.             Einungis þeir félagsmenn sem greitt hafa ársgjald geta sótt um veiðileyfi.

Deila viðburði

bottom of page