Umsókn um veiðileyfi 2024
Félagi: Félaganúmer umsækjanda. Til að finna félaganúmer er hægt að opna félagaskrá. Nóg er að einn úr holli sæki um en setji hina í hollinu inn undir "Félagar á öðrum stöngum".
Nafn: Nafn umsækjanda
Veiðisvæði: Skrá þarf eina umsókn fyrir hvert veiðisvæði. Til dæmis eina umsókn fyrir Hlíðarvatn og aðra fyrir Djúpavatn. Hins vegar má setja marga daga í dagsetningasvæði ef fara á mörgum sinnum í t.d. Hlíðarvatn. Sjá nánar dagsetningar svæði hér neðar. Varadaga má skrá í athugasemdir.
Stangafjöldi: Fjöldi stanga sem óskað er eftir. Félagi sem skráir holl þarf að taka fram hversu margar stangir hann vill fá. Í Djúpavatni skiptir ekki máli hvað skráð er í svæðið, sama gildir um umboðssölur þar sem hollið er selt í heilu lagi.
Dagsetningar: Hér verður að skrá hvaða dag umsækjandi vill fá að veiða, athugið að veiði í Hlíðarvatni og Djúpavatni hefst kl. 18:00 degi fyrir umsóknardag. Dæmi: ef skráð er 10.6 þá hefst veiði kl. 18:00 þann 9.6. Hér má skrá margar umsóknir á sama veiðisvæði, dæmi: 14.5 10.6 20.6 en varadaga skal skrá í athugasemdir.
Félagar á öðrum stöngum: Notað þegar sótt er um holl með öðrum félögum í SVH, skrá þarf númer félaga og þá er veiðileyfið skráð á þá en ekki bara umsækjanda.
Netfang: Notað til að senda staðfestingapóst á viðkomandi.
Athugasemdir: Hér er reitur til að koma á framfæri sér óskum eða öðru sem skiptir máli varðandi úthlutun. Við úthlutun eru athugasemdir skoðaðar og reynt að bregðast við eftir bestu getu. Hér er gott að skrá aðrar dagsetningar til vara sem henta umsækjanda ef aðaldagsetning fæst ekki.