
Velkomin á heimasíðu Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar
SVH er félag með langa hefð, en félagið var stofnað í kringum veiði í Hlíðarvatni í desember árið 1951. Fljótlega hófst einnig fiskirækt i Kleifarvatni og seinna sömuleiðis í Djúpavatni.
Annars leggur félagið áherslu á að bjóða félagsmönnum fjölskylduvæn veiðisvæði á hagstæðu verði, og hvetur veiðimenn til að ganga vel um veiðisvæði og bera virðingu fyrir bráðinni.

Viðburðir framundan

Hlíðarvatn í Selvogi
Silungsveiði

Hlíðarvatn er rúmlega 3,3 km² stöðuvatn í Selvogi vestanverðum í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 m., afrennsli þess er Vogsós.
Allmikið er af fiski í vatninu og meðalþyngd fer vaxandi, langmest er það bleikja, bæði sjóalin og vatnableikja og á hverju sumri veiðast nokkrar 5 – 7 punda bleikjur.
Kleifarvatn
Silungsveiði

Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel.


