Boðið í veiði - Hlíðarvatnsdagurinn
Opni Hlíðarvatnsdagurinn verður haldinn sunnudaginn 12. júní.
Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi.
Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil vegna hættu fyrir sauðfé.
Fulltrúar frá veiðifélögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir.
Kveðja,
stjórnin
Úthlutun veiðileyfa lokiðOpið hús og unglingastarfið
Nú ætlum við að byrja með opin hús á fimmtudögum og verður fyrsta opna hús vetrarins fimmtudaginn 17/2, kl 20:00 í félagsheimilinu okkar að Flatahrauni 29. Hnýtingar og spjall. Allir velkomnir og gaman væri nú að sjá nýja félagsmenn kíkja við.
Unglingastarf 12-16 ára hefst um leið og næg þátttaka er kominn. Endilega hafið samband við Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að skrá þá sem hafa áhuga.
Hlökkum til að sjá ykkur. Fræðslu og skemmtinefnd SVH
Barmmerki SVH til söluSVH hefur hafið sölu á nælu og límmiða í glugga með merki félagsins og kostar þetta saman 2.000kr. Er þetta líður í fjáröflun félagsins. Ef þið hafið áhuga þá sendið okkur póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hafið samband í síma 5654020. |