Hreinsunarhelgi í Hlíðarvatni 2022
Næstkomandi helgi þann 23-24 apríl verður hin árlega hreinsunarhelgi allra veiðifélaganna við Hlíðarvatn.
Hreinsað er ákveðið svæði sem tilheyrir SVH og mun Hlíðarvatnsnefndin veita nánari upplýsingar á staðnum.
Loksins er nú hægt að bjóða félagsmönnum upp á kjötsúpuna frægu um hádegisbilið. Eftir hádegi er tilvalið að renna fyrir færi sem og líka á sunnudeginum.
Alveg kjörið tækifæri að hitta aðra félaga og efla félagsandann.
Heitt verður á könnunni og SVH verður með plastpoka undir rusl.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Hlíðarvatnsnefnd og Stjórn SVH
Úthlutun veiðileyfa lokiðOpið hús og unglingastarfið
Nú ætlum við að byrja með opin hús á fimmtudögum og verður fyrsta opna hús vetrarins fimmtudaginn 17/2, kl 20:00 í félagsheimilinu okkar að Flatahrauni 29. Hnýtingar og spjall. Allir velkomnir og gaman væri nú að sjá nýja félagsmenn kíkja við.
Unglingastarf 12-16 ára hefst um leið og næg þátttaka er kominn. Endilega hafið samband við Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að skrá þá sem hafa áhuga.
Hlökkum til að sjá ykkur. Fræðslu og skemmtinefnd SVH
Barmmerki SVH til söluSVH hefur hafið sölu á nælu og límmiða í glugga með merki félagsins og kostar þetta saman 2.000kr. Er þetta líður í fjáröflun félagsins. Ef þið hafið áhuga þá sendið okkur póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hafið samband í síma 5654020. |