top of page
kleifarvatn-lake.jpg

Velkomin á heimasíðu Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar

SVH er félag með langa hefð, en félagið var stofnað í kringum veiði í Hlíðarvatni í desember árið 1951. Fljótlega hófst einnig fiskirækt i Kleifarvatni og seinna sömuleiðis í Djúpavatni.
Annars  leggur félagið áherslu á að bjóða félagsmönnum fjölskylduvæn veiðisvæði á hagstæðu verði, og hvetur veiðimenn til að ganga vel um veiðisvæði og bera virðingu fyrir bráðinni.

Ocean

fimmtudagur, 9. mars 2023

Úthlutun veiðileyfa lokið

Viðburðir framundan

No upcoming events at the moment
kleifarvatn-lake.jpg

Veiðisvæðin okkar

Hlíðarvatn í Selvogi

Silungsveiði

Hlíðarvatn er rúmlega 3,3 km² stöðuvatn í Selvogi vestanverðum í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 m.,  afrennsli þess er Vogsós.

Allmikið er af fiski í vatninu og meðalþyngd fer vaxandi, langmest er það bleikja, bæði sjóalin og vatnableikja og á hverju sumri veiðast nokkrar 5 – 7 punda bleikjur.

Djúpavatn

Silungsveiði

Djúpavatn er 0,15 km² stöðuvatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga í 195 m hæð yfir sjó. Dýpsti hluti þess er 16,7 m og það er líklega gígvatn líkt og Grænavatn á Vesturhálsi og Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Kleifarvatn

Silungsveiði

kleifarvatn-lake.jpg

Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel.

Hafa samband

Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar

Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður

+354 565 4020

Takk fyrir að hafa samband

download.jpg
djup1.jpg
kleifarvatn-lake.jpg
bottom of page