Leturstærð
Increase Font Size Reset Font Size Decrease Font Size
Slideshow Image 1
Slideshow Image 2
Slideshow Image 3
Slideshow Image 4
Slideshow Image 5
Slideshow Image 6
Slideshow Image 7

Hreinsunarhelgi í Hlíðarvatni

Ágætu félagar.
Okkar árlega hreinsunarhelgi við Hlíðarvatn verður næstkomandi helgi þann 29-30 apríl.
Svæði SVH miðast við eftirfarandi:  Frá Marknesi (57) að og með Bununni (staður 39) á mölinni.
Hægt að sjá nánar á korti í veiðihúsi okkar.

Ef einhverjir treysta sé að fara Grandann þá er það vel þegið ( sunnanmegin við vatnið innan girðingar).  Verðum með plastpoka undir allt rusl.
Til stendur að dytta að þaki veiðihúss ef veður leyfir. Annars bara hefðbundið  
Að sjálfsögðu verður kjötsúpan fræga borin fram að venju um hádegisbil.
Verðum einnig með nóg af kaffi og meðlæti. Svo er um að gera að renna fyrir færi eftir matinn sem og á sunnudeginum.

Hlökkum til að sjá ykkur

Með kveðju
Hlíðarvatnsnefnd og stjórn SVH

Síðast uppfært (Miðvikudagur, 26. apríl 2017 10:26)

 

Sala veiðileyfa 2017

SVH minnir á sölu veiðileyfa.

Sölukvöld verða eftirfarandi:
Mánudaginn 20. mars kl: 20:00 - 22:00
Mánudaginn.27. mars kl: 20:00 - 22:00

Viljum benda félagsmönnum á, að ef ekki var sótt um leyfi í forúthlutun er auðvitað velkomið að koma á sölukvöldin og skoða úrvalið.

Eftir 27. mars fara öll óseld leyfi inn á www.leyfi.is

Einnig minnum við á að opið hús er alla fimmtudaga hjá okkur kl.20.00 að Flatahrauni 29.
Kveðja
SVH

 

Ný stjórn SVH 2017

Fremri röð frá vinstri; Sigurður Karlsson, Vilborg Reynisdóttir formaður, Sigríður Hrólfsdóttir varastjórn.
Aftari röð frá vinstri; Guðni Magnús Björnsson varastjórn, Haraldur Víðisson, Ólafur Jónsson, María Petrína Ingólfsdóttir varastjórn og Finnbogi Albertsson.

 

Frá aðalfundi 2017

Aðalfundur SVH var haldinn laugardaginn 4 mars s.l.

Helsta breyting á stjórn er að Ævar Ágústsson gaf ekki kost á sér eftir að hafa starfað fyrir félagið vel á annan áratug.

Ólafur Jónsson kemur í aðalstjórn úr varastjórn og Guðni Magnús Björnsson kemur nýr í varastjórn.