Leturstærð
Increase Font Size Reset Font Size Decrease Font Size
Slideshow Image 1
Slideshow Image 2
Slideshow Image 3
Slideshow Image 4
Slideshow Image 5
Slideshow Image 6
Slideshow Image 7

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 4 mars næstkomandi að Flatahrauni 29 kl 13.
Venjuleg aðalfundarstörf og kosning til stjórnar.

Skriflegum framboðum til stjórnar/varastjórnar þarf að skila að Flatahrauni 29 Hf. eigi síðar en 18.febrúar næstkomandi.

 

Hvatning til félagsmanna

SVH varð 65 ára í desember 2016.

Við í stjórn SVH höfum áhyggjur af framtíð félagsins, það hefur verið ágæt mæting á kynningar, viðburði og sala veiðileyfa er með ágætum.

Það verður þó sífellt erfiðara að fá félagsmenn til starfa í stjórnum og nefndum félagsins.  Djúpavatnsnefnd hefur verið ómönnuð s.l. ár og verkefni hennar fallið á stjórn og Hlíðarvatnsnefnd.
Að starfa fyrir SVH er bæði skemmtilegt og gefandi og vill stjórn SVH endilega hvetja félagsmenn til að taka þátt í störfum félagsins og kynna félagið fyrir vinum og ættingjum.
Er ekki komin tími til að mynstra börnin í félagið eða kannski barnabörn og barnabarnabörn?

Fyrir hönd stjórnar
Haraldur Víðisson

 

 

Gleðilegt ár veiðimenn!

Nú er vetrarstarf okkar að hefjast og verður fyrsta opna húsið fimmtudaginn 19 jan kl. 20.00 í félagsheimili okkar að Flatahrauni 29.

Ætlum við að hafa hnýtingar og spjall. Nánari vetrardagskrá birtist  innan fárra daga hér á vefnum.

Allir velkomnir og það verður heitt á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Fræðslu og skemmtinefnd SVH

 

Efnilegasta Silungaflugan - úrslit

Það er árviss viðburður að kynna á lokakvöldi vetrarstarfs þær flugur sem sendar eru inn í keppnina "Efnilegasta Silungaflugan" innan SVH.

Eins og sjá má þá eru þetta glæsilegar flugur.

Í fyrsta sæti er "B.O." Hönnuð af Loga Má Kvaran, í 2. sæti var þurrfluga eftir Vignir B. Árnason og heitir "U.M.1." og í 3 sæti er svo "Lóinn" einnig eftir Loga Má Kvaran.

 

 

 

Bröndubikarinn

Vinningshafi Bröndubikarsins 2015 er Kristófer Máni.

 
Leita á vef SVH
Auglýsingar
www.leyfi.is
Þú færð veiðileyfin þín á www.leyfi.is