Leturstærð
Increase Font Size Reset Font Size Decrease Font Size
Slideshow Image 1
Slideshow Image 2
Slideshow Image 3
Slideshow Image 4
Slideshow Image 5
Slideshow Image 6
Slideshow Image 7

Vinnuhelgi í Djúpavatni

Ágætu félagar, um næstu helgi 28 og 29 maí verða töluverðar framkvæmdir við Djúpavatn.

Erum með verktaka sem ætlar að skipta um rotþró, ásamt fleiri framkvæmdum.

Það væri vel þegið ef félagsmenn gætu lagt okkur lið á laugardaginn.

Stjórnin.

 

Efnilegasta Silungaflugan - úrslit

Það er árviss viðburður að kynna á lokakvöldi vetrarstarfs þær flugur sem sendar eru inn í keppnina "Efnilegasta Silungaflugan" innan SVH.

Eins og sjá má þá eru þetta glæsilegar flugur.

Í fyrsta sæti er "B.O." Hönnuð af Loga Má Kvaran, í 2. sæti var þurrfluga eftir Vignir B. Árnason og heitir "U.M.1." og í 3 sæti er svo "Lóinn" einnig eftir Loga Má Kvaran.

 

 

 

Bröndubikarinn

Vinningshafi Bröndubikarsins 2015 er Kristófer Máni.

 

Fræðsla frá Veiðimálastofnun

Guðni Guðbergsson frá Veiðimálastofnun kom og var með fræðslufund á opnu húsi fyrir félagana í SVH.

Afar góð mæting var og stóð fundurinn langt fram eftir kvöldi vegna mikils áhuga og fjölda spurninga frá félagsmönnum.

Þökkum við Guðna fyrir skemmtilega kvöldstund.

 

Vel heppnuð kynning um Þingvallavatn

Guttormur S Einarsson hélt mjög vel heppnaða kynningu um Þingvallavatn á opnu húsi fimmtudagskvöldið 4 febrúar.

Fullt hús var og greinilegt að margir hafa áhuga á veiði í Þingvallavatni.  Takk fyrir skemmtilega kynningu Guttormur.

 

 
Leita á vef SVH
Auglýsingar
www.leyfi.is
Þú færð veiðileyfin þín á www.leyfi.is