Fréttir af Unglingastarfi SVH "uSVH"

Við erum alveg sérstaklega stolt af unglingastarfi félagsins okkar.  Umsjónarmenn þess hafa í vetur verið María P.Ingólfsdóttir og Logi Már Kvaran.  Hér fyrir neðan má sjá þau með unglingunum á lokakvöldi starfsins, en þau hafa hist í hverri viku frá miðjum janúar.  Markmið starfsins er að bjóða unglingum upp á fræðslu um veiðiskap, umgengni, hnýta flugur ofl. þeim að kostnaðarlausu.

Þau María og Logi vilja þakka krökkunum kærlega fyrir samvinnuna og samveruna í vetur.  Þá vill SVH og umsjónarmenn uSVH þakka Fjarðarkaupum alveg sérstaklega fyrir stuðninginn við starfið með því að gefa ávexti o.fl. sem boðið var upp á þessi kvöld.  Einnig vill félagið þakka þeim Maríu og Loga kærlega fyrir allt það sem þau hafa gert fyrir uSVH.