Fréttir frá aðalfundi

Aðalfundur SVH var haldinn 6 mars, á fundinum kom eftirfarandi fram.

Sala veiðileyfa 2020 var mikil og Djúpavatn sérstaklega vinsælt, 60 umsóknir bara um júní. Hlíðarvatn var gjöfult, metafli miðað við árin á undan, 829 skráðir fiskar hjá SVH og samtals 2443 hjá öllum veiðifélögum vatnsins. Í Djúpavatni var skráð í veiðibók um 800 fiska, talsvert af sjálfbærum fiski þmt urriða.

Vilborg Reynisdóttir var endurkjörin formaður til eins árs, Haraldur Víðisson gekk úr stjórn og Valgeir Smári Óskarsson var sjálfkjörin sem nýr maður í varastjórn. Guðmundur Sigurjónsson tók við formennsku í Hlíðarvatnsnefnd af Heiðar Sverrissyni sem gaf ekki kost á sér.

Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar var formlega stofnað 6 desember 1951 og verður því 70 ára á þessu ári. Vonandi verður svigrúm í þjóðfélaginu til að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni afmælisins.