Unglingastarf SVH
Þann 24 janúar 2012 hófst formlega aftur unglingastarf Stangaveiðfélag Hafnarfjarðar (uSVH), en kynning á starfinu var haldin 24.janúar síðastliðinn. Opið hús verður alla þriðjudaga frá kl.19 til 21.og er þetta kostað af félaginu og þurfa því unglingarnir ekki að greiða neitt fyrir þetta. Eins og sést á myndunum er skemmtilegt að vera í uSVH: |
Fréttir af Unglingastarfi SVH "uSVH"Við erum alveg sérstaklega stolt af unglingastarfi félagsins okkar. Umsjónarmenn þess hafa í vetur verið María P.Ingólfsdóttir og Logi Már Kvaran. Hér fyrir neðan má sjá þau með unglingunum á lokakvöldi starfsins, en þau hafa hist í hverri viku frá miðjum janúar. Markmið starfsins er að bjóða unglingum upp á fræðslu um veiðiskap, umgengni, hnýta flugur ofl. þeim að kostnaðarlausu. Þau María og Logi vilja þakka krökkunum kærlega fyrir samvinnuna og samveruna í vetur. Þá vill SVH og umsjónarmenn uSVH þakka Fjarðarkaupum alveg sérstaklega fyrir stuðninginn við starfið með því að gefa ávexti o.fl. sem boðið var upp á þessi kvöld. Einnig vill félagið þakka þeim Maríu og Loga kærlega fyrir allt það sem þau hafa gert fyrir uSVH.
|