Leturstærð
Increase Font Size Reset Font Size Decrease Font Size
Slideshow Image 1
Slideshow Image 2
Slideshow Image 3
Slideshow Image 4
Slideshow Image 5
Slideshow Image 6
Slideshow Image 7

Unglingastarf SVH

Markmið unglingastarfsins er að kenna fluguhnýtingar, fræðslu um efnin sem notuð eru, umgengni við náttúruna og flest það sem snýr að veiðiskap.
Farið verður að Djúpavatni á Reykjanesi í veiðiferð og gist verður eina nótt. Sú ferð verður auglýst síðar.


Vonandi sjáum við sem flesta unglinga á þessum kvöldum. Áhöld og efni eru til á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkt. Félagsmenn hafa gefið töluvert af efni til starfsins og eiga þeir þakkir fyrir. Boðið verður upp á djús og ávexti. Hægt er að senda fyrirspurnir til Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Eins og sést á myndunum er skemmtilegt að vera í uSVH:

 

Það er hægt að hlægja og skemmta sér yfir fluguhnýtingum

Það er gott fyrir unga veiðimenn að hafa aðgang að reyndum fluguhnýturum

Fréttir af Unglingastarfi SVH "uSVH"

Við erum alveg sérstaklega stolt af unglingastarfi félagsins okkar.  Umsjónarmenn þess hafa í vetur verið María P.Ingólfsdóttir og Logi Már Kvaran.  Hér fyrir neðan má sjá þau með unglingunum á lokakvöldi starfsins, en þau hafa hist í hverri viku frá miðjum janúar.  Markmið starfsins er að bjóða unglingum upp á fræðslu um veiðiskap, umgengni, hnýta flugur ofl. þeim að kostnaðarlausu.

Þau María og Logi vilja þakka krökkunum kærlega fyrir samvinnuna og samveruna í vetur.  Þá vill SVH og umsjónarmenn uSVH þakka Fjarðarkaupum alveg sérstaklega fyrir stuðninginn við starfið með því að gefa ávexti o.fl. sem boðið var upp á þessi kvöld.  Einnig vill félagið þakka þeim Maríu og Loga kærlega fyrir allt það sem þau hafa gert fyrir uSVH.

 

 
Leita á vef SVH
Gerast félagi í SVH
Skráning á póstlista
Hægt er að gerast áskrifandi að fréttum frá SVH með því að smella á hlekkinn eða senda póst á stjorn@svh.is. Munið að staðfesta með því að smella á hlekk í staðfestingarpósti.
Skráning á póstlista
Auglýsingar
www.leyfi.is
Þú færð veiðileyfin þín á www.leyfi.is
Viltu auglýsa á vef SVH? Hafðu samband við stjorn@svh.is