Hreinsunarhelgi í Hlíðarvatni 2022
Næstkomandi helgi þann 23-24 apríl verður hin árlega hreinsunarhelgi allra veiðifélaganna við Hlíðarvatn. Hreinsað er ákveðið svæði sem tilheyrir SVH og mun Hlíðarvatnsnefndin veita nánari upplýsingar á staðnum.
Loksins er nú hægt að bjóða félagsmönnum upp á kjötsúpuna frægu um hádegisbilið. Eftir hádegi er tilvalið að renna fyrir færi sem og líka á sunnudeginum.
Alveg kjörið tækifæri að hitta aðra félaga og efla félagsandann. Heitt verður á könnunni og SVH verður með plastpoka undir rusl.
Hlökkum til að sjá ykkur, Hlíðarvatnsnefnd og Stjórn SVH |
|
|
Fleiri greinar...