Leturstærð
Increase Font Size Reset Font Size Decrease Font Size
Slideshow Image 1
Slideshow Image 2
Slideshow Image 3
Slideshow Image 4
Slideshow Image 5
Slideshow Image 6
Slideshow Image 7

Ævintýri í Hlíðarvatni

Jóhann Árni Helgason lenti í skemmtilegu ævintýri 1 maí, frásögn hans er hér.

Ég átti tvær stangir í vatnið þennan dag og tók bróður minn með mér. Við komum í húsið um 19 þann 30 apríl í roki og rigningu og leit alls ekki vel út, fremur kalt og vatnið úfið og regnbarið.

Okkur var tjáð af 2 sem voru í Hlíð að við mættum renna fyrir fisk um kvöldið ef við vildum og létum við verða af því að skjótast í Botnavík þrátt fyrir veður enda vel klæddir. Við köstuðum í ca 1.5 tíma og ég fékk 2 bleikjur með intermediate línu og á einhverja flugu sem ég kann ekki skil á en var hnýtt úr latex með 2 fálmurum og minnti sennilega á marfló. Þetta var 3 punda fiskur og ca 1.5 pund.

Morguninn eftir sváfum við út og fórum ekki á lappir fyrr en undir 10 þar sem við áttum frekar von á vondu veðri en hinu. Hins vegar reyndist vera blankalogn 5-10 stiga hiti þennan dag og mýfluga að klekjast út um allt vatn og því var vatnið morandi í vakandi silungi hvar sem auga leit.

 

Við skiptum um línu að ráði manns sem þekkir þarna til, enda við að koma í vatnið í fyrsta skipti á ævinni. Við settum undir flotlínu með tökuvara og fundum litlar flugur sem líktust mýflugupúpum og köstuðum fyrir fisk sem vakti neðan við Hlíð í víkinni þar.

Flugurnar voru mjög smáar eða krókar 18-20.

Á tímabilinu 10:30-17:00 þegar við hættum þá fengum við um 20 bleikjur af ýmsum stærðum, þeim minnstu slepptum við en hirtum þær sem mætti borða, Þar sem bleikjan tók mjög grant og sat ekki sérlega föst á svona smáum flugum þá misstum við líkast til annað eins og því áttum við ævintýralegan dag í vatninu þennan dag. Ótrúleg upplifun að lenda í svona í fyrsta skipti sem maður rennir fyrir fisk á þessum stað og klárt að ég mun venja komu mína í Hlíðarvatn árlega héðan í frá.

1 IMG_0584-1 2 IMG_0589-2 3 IMG_0594-3

 

 
Leita á vef SVH
Gerast félagi í SVH
Skráning á póstlista
Hægt er að gerast áskrifandi að fréttum frá SVH með því að smella á hlekkinn eða senda póst á stjorn@svh.is. Munið að staðfesta með því að smella á hlekk í staðfestingarpósti.
Skráning á póstlista
Auglýsingar
www.leyfi.is
Þú færð veiðileyfin þín á www.leyfi.is
Viltu auglýsa á vef SVH? Hafðu samband við stjorn@svh.is