Hlíðarvatn í Selvogi
Atriðaskrá greina |
---|
Hlíðarvatn í Selvogi |
Staðsetning |
Allar síður |
Hlíðarvatn er rúmlega 3,3 km² stöðuvatn í Selvogi vestanverðum í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 m., afrennsli þess er Vogsós. Allmikið er af fiski í vatninu og meðalþyngd fer vaxandi, langmest er það bleikja, bæði sjóalin og vatnableikja og á hverju sumri veiðast nokkrar 5 – 7 punda bleikjur.
Hliðarvatn er göfult og talið með bestu bleikjuvötnum sem finnast og fiskurinn annálaður matfiskur. Öll veiði með beitu er stranglega bönnuð í vatninu og mest er veitt á flugu. Bleikjan getur verið dyntótt og þarf að prófa sig áfram með taumlengd, línuþyngd ofl. eftir aðstæðum.
Veiðihús eru 5 við vatnið. Stangaveiðfélag Hafnarfjarðar (5 stangir), Ármenn, ( 3 stangir), Árblik, Stangaveiðfélag Þorlákshafnar (2 stangir), Stangaveiðfélag Selfoss (2 stangir) og Stakkavík (2 stangir).
Frá vatninu blasir við hluti hinnar hafnlausu suðurstrandar landsins og ein merkilegasta kirkja þess, Strandarkirkja. Vegalengdin frá Hafnarfirði er u.þ.b. 50 km um Krýsuvík og einnig er hægt að fara um Þrengsli og koma að vatninu að austanverðu.