Leturstærð
Increase Font Size Reset Font Size Decrease Font Size
Slideshow Image 1
Slideshow Image 2
Slideshow Image 3
Slideshow Image 4
Slideshow Image 5
Slideshow Image 6
Slideshow Image 7

Frá aðalfundi SVH

Aðalfundur SVH fór fram laugardaginn 9 feb.

Mæting hefði gjarnan mátt vera betri en 21 af um 300 félagsmönnum mættu.

Fundarstjóri var Þorleifur Sigurðsson og fundarritari Haraldur Víðisson.

 

 

Í stórum dráttum er þetta helst:

Lokakvöldið 2018 var fjölsótt og skemmtilegt og sérstaklega ánægjulegt að sjá margar konur mæta.
Vötnin komu ágætlega út, Hlíðarvatn var með heldur minni veiði en árið á undan sem gæti stafað af slæmu veðri s.l. sumar.
Djúpavatn var með metskráningu í veiðibók, yfir 800 fiska en árin á undan hafa verið að meðaltali um 400 fiskar.  Nokkrir vænir staðbundnir urriðar veiddust einnig.
Kleifarvatn er ekki með veiðibók en margir sjást þar við veiðar yfir sumarið, stærsti fiskur sem SVH veit um var rúm 8kg, veiddur af Ólafi Jónssyni.
Fjöldi umsókna að SVH jókst nokkuð á síðasta ári sem er mikið gleðiefni.
Flatahraunið var málað að utan og ýmsar smærri viðgerðir unnar.  Einnig var gólfið í salnum slípað og lakkað.
Ármenn sögðu sig úr samstarfi um leyfi.is og eru því SVH og SVFS ein um vefinn.

Rekstur SVH var neikvæður um 268 þús sem stafar af framkvæmdunum í Flatahrauni.
Vilborg Reynisdóttir var einróma samþykkt sem formaður, Haraldur Víðisson og Ólafur Jónsson voru kjörnir í stjórn til næstu tveggja ára.
Guðni Magnús Björnsson, María Petrína Ingólfsdóttir og Sigríður Hrólfsdóttir voru kjörin í varastjórn.

Finnbogi Albertsson kvað sér hljóðs undir liðunum önnur mál og lagði fram spurningu fyrir fundinn.
Við eigum hús við Hlíðarvatn og Djúpavatn sem eru orðin ansi lúin, vilja félagsmenn bæta húsakostinn?
Eigum við að selja Flatahraun eða kaupa minna húsnæði og nota peningana í húsnæði við Hlíð og Djúpavatn?
Önnur leið væri að stofna sjóð og finna leiðir til að fjármagna slík kaup.
Óskað er eftir viðbrögðum félagsmanna og umræðum um málið.

Framkvæmdir við Hlíðarvatn eru of viðamiklar til að geta framkvæmt á hreinsunarhelgi, óskað er eftir aðstoð félagsmanna við framkvæmdir við pall og styrkingu á undirstöðum.


 
Leita á vef SVH
Gerast félagi í SVH
Vinsamlega fyllið út umsókn á vefnum eða sendið póst á stjorn@svh.is
Gerast félagi í SVH
Auglýsingar
www.leyfi.is
Þú færð veiðileyfin þín á www.leyfi.is
Viltu auglýsa á vef SVH? Hafðu samband við stjorn@svh.is