Hlíðarvatnsdagurinn er á sunnudag
Hinn árlegi Hlíðarvatnsdagur verður næsta sunnudag 10 júní. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss, Stakkavík, Ármenn og Árblik bjóða almenningi að veiða endurgjaldslaust frá morgni til kl 17.
Félagar verða í veiðihúsum og geta gefið veiðimönnum góð ráð og upplýsingar varðandi veiði og vatnið.
Gestir eru beðnir um að tilkynna/skrá afla í veiðihús.
Lausir dagar í Hlíðarvatni eru svo til sölu á Leyfi.is eins og verið hefur.
kveðja
Stjórn SVH