Skráning veiðileyfa á netinu opin
Þeir sem vilja geta nú skilað veiðileyfum á netinu, búið er að opna fyrir skráningu. Þið getið skoðað söluskrá í Agninu á netinu eða beðið eftir blaðinu og fundið veiðileyfi þar.
Smellið hér fyrir skráningu veiðileyfa, athugið að þið þurfið að vita félaganúmerið ykkar og einnig hjá félögum á stöng en það er auðfundið með því að skoða félagaskrá á vefnum.
Nokkur atriði sem er gott að vita varðandi skráninguna.
- Dagsetningarsvæðið er frjálst textasvæði sem leyfir skráningu á mörgum dögum ef það á við.
- Ein umsókn per veiðistað en þó hægt að skrá marga daga t.d. í Hlíð í einni umsókn. Það má skrá hverja dagsetningu í sér umsókn ef menn vilja það frekar.
- Félagsmenn geta skráð margar umsóknir, reyndar nauðsynlegt ef sótt er um í Hlíðarvatni og Djúpavatni sem dæmi.
- Gerð er krafa um netfang enda fá menn afrit af umsókninni í tölvupósti.
Lokað verður fyrir umsóknir eftir aðalfund 10 mars kl 20.